Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–17.3.2024

2

Í vinnslu

  • 18.–20.3.2024

3

Samráði lokið

  • 21.3.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-81/2024

Birt: 11.3.2024

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um opinber innkaup

Niðurstöður

Ábendingar og athugasemdir sem bárust gáfu sumar tilefni til breytinga á frumvarpsdrögunum. Sjá niðurstöðuskjal til nánari skýringar þar sem umsagnir eru reifaðar og afstaða tekin til helstu athugasemda sem bárust.

Málsefni

Markmið frumvarpsins er að endurskoða tiltekin ákvæði laganna til samræmis við EES-rétt ásamt því að ráðast í ákveðnar breytingar á stofnanaumgjörð núgildandi laga.

Nánari upplýsingar

Núverandi löggjöf um opinber innkaup byggist á Evróputilskipun nr. 2014/24/ESB um sama efni. Með breytingum í frumvarpi þessu er stefnt að því að gera tiltekin ákvæði í núgildandi lögum markvissari í framkvæmd og um leið tryggja að ekki sé dregið úr sveigjanleika sem lögunum og tilskipuninni er ætlað skapa á þessu sviði. Þá eru gerðar ýmsar lagatæknilegar breytingar á ákvæðum laganna vegna breytinga á stofnanafyrirkomulagi en heiti Ríkiskaupa mun t.a.m. ekki lengur koma fram í lögunum. Önnur ákvæði laganna eru einnig færð nær orðalagi samsvarandi ákvæðum sem koma fram í þeirri tilskipun sem lögin byggja á til að tryggja betra samræmi við milli innlends réttar og EES-réttar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (9)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

fjr@fjr.is