Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.3.–18.4.2024

2

Í vinnslu

  • 19.4.2024–

Samráði lokið

Mál nr. S-79/2024

Birt: 11.3.2024

Fjöldi umsagna: 20

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun

Málsefni

Kynnt eru áform um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða og orkukosta á Íslandi.

Nánari upplýsingar

***** Samráðsfrestur hefur verið lengdur til 18. apríl 2024 ******

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að lög um verndar og orkunýtingaráætlun verði endurskoðuð frá grunni til að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd orkukosta á Íslandi.

Hinn 26. janúar 2024 skipaði umhverfis-, orku og loftslagsráðherra sérstakan starfshóp um endurskoðun laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun í samræmi við framangreint.

Starfshópurinn mun skoða og gera tillögur að breytingum á lögunum í formi frumvarps og greinargerðar til ráðuneytisins.

Niðurstaða starfshópsins ásamt drögum að frumvarpi og greinargerðar vegna málsins mun verða birt á samráðsgátt stjórnvalda þegar hópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og eftirfylgni

urn@urn.is