Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–21.3.2024

2

Í vinnslu

  • 22.3.–20.8.2024

3

Samráði lokið

  • 21.8.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-77/2024

Birt: 8.3.2024

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lögum um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frystingu fjármuna

Niðurstöður

Tekin afstaða til umsagna í frumvarpi sem lagt var fyrir Alþingi á 154. löggjafarþingi, 2023–2024, í máli 927, sem varð að lögum nr. 81/2024.

Málsefni

Breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lögum um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frystingu fjármuna.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er mælt fyrir um breytingar á framkvæmd áhættumats, einkum vegna nýmæla að því er varðar mat á áhættu er tengist fjármögnun gereyðingarvopna, sem felur í sér viðbætur við ákvæði laga nr. 140/2018 um áhættumat stjórnvalda og leiða auk þess til breytinga á lögum um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frystingu fjármuna, nr. 68/2023, um áhættumat tilkynningarskyldra aðila. Þá er mælt fyrir um breytingar á umgjörð varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í starfsemi tilkynningarskyldra aðila og loks á úrræðum eftirlitsaðila til beitingar sekta. Loks er í frumvarpinu að finna breytingar á öðrum ákvæðum sem talin var þörf á að bæta úr og komið hafa í ljós við beitingu þeirra.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

dmr@dmr.is