Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–15.3.2024

2

Í vinnslu

  • 16.3.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-76/2024

Birt: 8.3.2024

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Breytingar á réttindagæslulögum (réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn)

Málsefni

Lagðar eru til breytingar sem miða að því að skýra hlutverk og heimildir réttindagæslumanna og persónulegra talsmanna og kveða nánar á um samninga um persónulega talsmenn og eftirlit með þeim.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið kveður á um breytingar á ákvæðum um réttindagæslumenn og persónulega talsmenn. Fyrirhugað var að taka fleiri atriði laganna til skoðunar en við vinnslu frumvarpsins var talið að þau þarfnist ítarlegri skoðunar áður en lagðar verða fram breytingar á þeim. Ráðgert er að í á næstu misserum fari fram heildarendurskoðun á lögunum sem taki mið af hugmyndafræði sem lögin byggja á og til að gæta samræmis við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Þær breytingar sem lagðar eru til á ákvæðum um réttindagæslumenn, þ.e. 5. og 6. gr., varða annars vegar að taka út tilvísun til svæðisskiptingar réttindagæslumanna og hins vegar að skýra hvert hlutverk þeirra er og mörk þess og leggja áherslu á að réttindagæslumenn veiti fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda og stuðning við nýtingu gerhæfis eftir því sem þörf er á hverju sinni. Felast breytingarnar m.a. í því að kveða á um að réttindagæslumenn veiti fötluðu fólki viðeigandi stuðning í stað þess að „vera því innan handar“ og að réttindagæslumenn leiðbeini fötluðum einstaklingi áður veittur er viðeigandi stuðningur eftir þörfum. Þá er lagt til að skerpa á mörkum hlutverks réttindagæslumanna með því að kveða á um að réttindagæslumenn taki ekki til meðferðar ágreining milli einstaklinga og að þeir endurskoði ekki ákvarðanir stjórnvalda. Með því verði áréttað að hlutverk réttindagæslumanna er að veita fötluðu fólki stuðning við réttindagæslu gagnvart opinberum aðilum og einkaaðilum og að ekki sé um úrskurðaraðila að ræða.

Varðandi breytingar á ákvæðum um persónulega talsmenn er í fyrsta lagi lagt til að breyta uppsetningu 1. mgr. 7. gr. laganna til skýringarauka, auk þess kveða nánar á um þau atriði sem greinin fjallar um. Sérstaklega má þar nefna að útvíkkað verði við hverja sé haft samráð við val á persónulegum talsmann og hvenær það sé gert, nánar kveðið á um hvað skuli koma fram í samkomulagi um persónulegan talsmann og aðkoma réttindagæslumanns að samkomulagi skýrð þegar fatlaður einstaklingur getur ekki undirritað samkomulagið.

Lagt er til að kveða á um viðbótarskilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta orðið persónulegir talsmenn, annars vegar varðandi lögræði og hins vegar að sýslumaður meti hæfi viðkomandi til að verða persónulegur talsmaður hafi hann hlotið refsidóm fyrir tiltekin hegningarlagabrot. Þá eru lagðar til breytingar á endurgreiðslu útlagðs kostnaðar persónulegra talsmanna til samræmis við ákvæði lögræðislaga.

Þá er lagt til að útvíkkað verði hvenær heimilt sé að fella samning um persónulegan talsmann úr gildi. Einnig er lagt til að kveðið verði á um eftirlit með samkomulagi um persónulegan talsmann.

Að lokum er kveðið á um að persónulegur talsmaður geti fengið aðgang að fleiri en einum sérgreindum reikningi, taki samkomulag um aðstoð til ráðstöfun fjármuna.

Það athugast að í samanburðarskjali sem nálgast má hér til hliðar undir fylgiskjöl/ítarefni hefur texta laganna verið breytt skv. frumvarpi forsætisráðherra til laga um Mannréttindastofnun Íslands. Því er óbreytti textinn ekki alls staðar eins og núgildandi lög kveða á um. Þær breytingar sem merktar eru inn í skjalið eru þær sem lagðar eru til með því frumvarpi sem er hér til umsagnar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (17)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

frn@frn.is