Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–15.3.2024

2

Í vinnslu

  • 16.–20.3.2024

3

Samráði lokið

  • 21.3.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-75/2024

Birt: 8.3.2024

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (erlendar fjárfestingar)

Málsefni

Lögð er til breyting á lögum um tekjuskatt með það að markmiði að einfalda regluverk og lækka skatta til að örva erlenda fjárfestingu í íslenskum félögum og þá einkum í nýsköpun.

Nánari upplýsingar

Frumvarpinu er ætlað að einfalda regluverk og lækka skatta þegar kemur að erlendri fjárfestingu með það fyrir augum að gera íslenskum fyrirtækjum auðveldara um vik með sækja fjármagn erlendis frá. Mikilvægt er að Ísland sé samkeppnishæft við önnur lönd um erlent fjármagn til að styðja við íslenskt atvinnulíf og þá einkum nýsköpunarfyrirtækin sem treysta á aðgang að lánsfé. Frumvarpsdrögin mæla fyrir eftirfarandi breytingum á lögum um tekjuskatt:

1) Afnema skattskyldu erlendra aðila á söluhagnað bréfa í íslenskum hlutafélögum.

2) Afnema skattskyldu erlendra aðila á hagnað af sölu hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum og sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta.

3) Skýra ákvæði sem snýr að kaupréttum sprotafyrirtækja.

4) Afnema tímamörk á nýtingu rekstrartapa fyrri ára (í dag 10 ár).

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skattaskrifstofa

fjr@fjr.is