Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.2.–2.4.2024

2

Í vinnslu

  • 3.4.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-65/2024

Birt: 29.2.2024

Fjöldi umsagna: 16

Annað

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Aðgerðaráætlun landbúnaðarstefnu

Málsefni

Landbúnaðarstefna til 2040 var samþykkt á Alþingi í júní 2023. Hér er birt til samráðs aðgerðaráætlun vegna stefnunnar.

Nánari upplýsingar

Í landbúnaðarstefnu er sett fram framtíðarsýn fyrir íslenskan landbúnað sem tekur til umhverfis, samfélags og samkeppnishæfni. Meginmarkmið stefnunnar eru að efla og styðja íslenskan landbúnað og styrkja stoðir hans til framtíðar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Til að framtíðarsýnin verði að veruleika er lögð áhersla á tíu meginviðfangsefni. Hér á eftir verður fjallað um þau stefnumið eða markmið sem sett eru fram undir hverju meginviðfangsefni og aðgerðir sem miða að því að ná þeim markmiðum. Meginviðfangsefnin tengjast innbyrðis og aðgerðir sem eru settar fram undir einu viðfangsefni geta haft áhrif á önnur.

Aðgerðaáætlunin sem hér er sett fram er til fimm ára eins og stefnan kveður á um og er ætlað að ná yfir verkefni stefnunnar á forræði matvælaráðuneytisins sem verða í forgangi á tímabilinu. Í því felst forgangsröðun en lögð er áhersla á að setja fram afmarkaðar og tímasettar aðgerðir, sem ráðuneytið telur raunhæft að komist í framkvæmd á því tímabili sem áætlunin nær yfir. Forsendur einstakra aðgerða eru ekki ljósar í öllum tilvikum og byrja verður á því að draga þær fram til að hægt sé að kostnaðarmeta og fjármagna þær aðgerðir þar sem það á við.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (25)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landbúnaðar

mar@mar.is