Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.2.–2.4.2024

2

Í vinnslu

  • 3.4.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-64/2024

Birt: 29.2.2024

Fjöldi umsagna: 17

Annað

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Aðgerðaáætlun matvælastefnu

Málsefni

Drög að aðgerðaráætlun matvælastefnu til næstu fimm ára.

Nánari upplýsingar

Matvælastefna Íslands til ársins 2040 var samþykkt á Alþingi í júní 2023. Matvælastefnu er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Hér á landi eru tækifærin mörg og mikilvægt að nýta þau með samræmdum aðgerðum.

Aðgerðaáætlun matvælastefnu er samantekt úr stefnumótun sem undir hana fellur, ásamt aðgerðum sem ná til þeirra málaflokka sem eru á ábyrgð matvælaráðuneytisins.

Í aðgerðaáætlun þessari er horft til stefnumiða hvers kafla Matvælastefnu Íslands til ársins 2040 og dregið fram hvernig aðrar aðgerðaráætlanir matvælaráðuneytisins vinna að þeirri framtíðarsýn og áherslum sem koma fram í matvælastefnu. Aðgerðaáætlanirnar sem vitnað er í eru enn í vinnslu fyrir utan aðgerðaáætlun Land og líf sem gefin var út árið 2022. Í aðgerðaáætlun þessari eru jafnframt fimm aðgerðir sem liggja þvert á aðrar undirstefnur og vinna við þær er hafin eða ákveðið hefur verið að hefja þá vinnu.

Aðgerðaáætlunin er til næstu fimm ára og verður endurskoðuð og uppfærð ef þörf þykir.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (27)

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla

mar@mar.is