Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.2.–8.3.2024

2

Í vinnslu

  • 9.3.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-61/2024

Birt: 27.2.2024

Fjöldi umsagna: 16

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Frumvarp til breytinga á raforkulögum (raforkuviðskipti)

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið mælir fyrir um tilteknar hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Kveðið er á um bann við markaðssvikum og ólögmætum innherjaviðskiptum. Einnig er fjallað um opinbera birtingu innherjaupplýsinga, skráningu markaðsaðila og tilkynningaskyld viðskipti.

Í frumvarpinu er er einnig lögð til skilgreining á hugtökunum heildsölumarkaður raforku og viðskiptavettvangur raforku. Heilsölumarkaður raforku tekur til allra viðskipta með heildsöluorkuafurðir óháð því hvar og með hvaða hætti viðskiptin fara fram. Viðskiptavettvangur raforku felur í sér skipulagðan vettvang fyrir raforkuviðskipti. Rekstraraðila viðskiptavettvangs ber að uppfylla tiltekin lágmarksskilyrði til að tryggja að viðskipti á vettvanginum fari fram í samræmi við hátternisreglurnar.

Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin eigi síðar en 8. mars nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is