Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.2.–26.3.2024

2

Í vinnslu

  • 27.3.–10.4.2024

3

Samráði lokið

  • 11.4.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-59/2024

Birt: 27.2.2024

Fjöldi umsagna: 8

Drög að stefnu

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Hvítbók um sjálfbært Ísland

Niðurstöður

Sjá viðhengi

Málsefni

Sjálfbært Ísland kynnir til umsagnar drög að stefnu um sjálfbæra þróun til 2030 (hvítbók). Markmiðið er að hvetja til umræðu um stefnuna og möguleg áhrif hennar á verkefni á sviði sjálfbærrar þróunar.

Nánari upplýsingar

Meginmarkmið stefnumótunarinnar felast m.a. í því að stjórnvöld vinni að því að sjónarmið um sjálfbærni, réttlát umskipti og velsæld verði samþætt allri stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Að auki á stefna um sjálfbæra þróun að vera leiðarvísir verkefna og samstarfs ólíkra aðila. Fjölmargir aðilar hafa hlutverki að gegna, svo sem ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög, atvinnulíf, félagasamtök, háskóla- og vísindasamfélagið og almenningur.

Sjálfbært Ísland er samstarfsvettvangur um sjálfbæra þróun, velsæld og réttlát umskipti. Þar koma saman fulltrúar ríkisvaldsins, sveitarfélaga, Alþingis, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka, enda krefjast þessi mikilvægu viðfangsefni víðtækrar samvinnu í samfélaginu.

Síðastliðið ár hefur Sjálfbært Ísland unnið að fyrstu útgáfu af stefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi. Drög að stefnunni voru unnin á grundvelli grænbókar um sjálfbært Ísland frá síðastliðnu sumri og eru nú birt í samráðsgáttinni og óskað eftir umsögnum. Eftir opið samráð í samráðsgátt verður farið yfir innsendar umsagnir áður en endanleg stefna verður útfærð.

Stefnt er að því að uppfæra stefnuna eftir þörfum, þegar reynsla verður komin á framkvæmd hennar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samhæfingar og stefnumála

eggert.benedikt.gudmundsson@for.is