Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.2.–7.3.2024

2

Í vinnslu

  • 8.–21.3.2024

3

Samráði lokið

  • 22.3.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-55/2024

Birt: 23.2.2024

Fjöldi umsagna: 12

Drög að frumvarpi til laga

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Breyting á lögum um opinber skjalasöfn

Niðurstöður

Gagnlegar ábendingar komu fram í umsögnum sem urðu til þess að breytingar voru gerðar á frumvarpinu. Þetta átti t.a.m. við um ákvæði um rafræn skil, upptalningu kostnaðarliða sem gjaldskrár mega taka mið af og upptalningu þátta sem héraðsskjalasöfnum er heimilt að innheimta gjald fyrir. Aðrar ábendingar lutu ekki að efni frumvarpsins heldur að lagaumhverfi opinberra skjalasafna í heild og voru ekki þess eðlis að þær gætu leitt til breytinga á þessu frumvarpi. Ráðuneytið þakkar umsagnaraðilum framlagið, sem varð til þess að bæta gæði frumvarpsins.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um opinber skjalasöfn sem varða gjaldtöku og gjaldskrár opinberra skjalasafna. Þá er lagt til að afhending skjala verði að meginreglu rafræn.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið byggist á endurskoðum á þeim ákvæðum laga um opinber skjalasöfn sem lúta að gjaldtökuheimildum og gjaldskrám opinberra skjalasafna. Í gildandi lögum er ýmist kveðið á um að ráðherra setji gjaldskrá, að Þjóðskjalasafn setji gjaldskrá sem ráðherra staðfesti eða að ráðherra ákveði gjald fyrir tiltekna þætti í starfsemi Þjóðskjalasafns í reglugerð. Þá eru ákvæði um gjaldtöku héraðsskjalasafna rýr og óskýr. Megintilgangur frumvarpsins er að gera skýrari þau ákvæði laganna sem varða gjaldskrá og gjaldtöku opinberra skjalasafna. Annars vegar er þar átt við gjöld sem Þjóðskjalasafn Íslands innheimtir af þeim sveitarfélögum sem skila gögnum til safnsins en reka ekki héraðsskjalasafn og gildir hið sama þegar héraðsskjalasafn hættir starfsemi. Hins vegar er átt við gjöld sem öllum opinberum skjalasöfnum er heimilt að innheimta af viðskiptavinum sínum fyrir veitta þjónustu. Í þessu skyni er í fyrsta lagi lagt til að gildandi ákvæði laganna um gjaldtöku opinberra skjalasafna verði uppfærð með það fyrir augum að útskýra betur fyrir hvað má innheimta gjald, í öðru lagi að ný ákvæði bætist við lögin um tilteknar gjaldtökuheimildir og í þriðja lagi að eitt samræmt gjaldskrárákvæði bætist við lögin þar sem vísað er til þeirra ákvæða í lögunum sem varða þætti sem heimta má gjald fyrir samkvæmt gjaldskrá.

Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að orðalag 1. mgr. 15. gr. laganna breytist þannig að gert verði að meginreglu að gögnum skuli skilað til opinberra skjalasafna á því formi sem þau verða til á, sem felur í sér í reynd að í fyrsta sinn verður lögfest meginregla um rafræn skil, enda verður yfirgnæfandi meirihluti gagna í íslenskri nútímastjórnsýslu til á rafrænu formi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (24)

Umsjónaraðili

Skrifstofa menningar og fjölmiðla

mvf@mvf.is