Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.2.–6.3.2024

2

Í vinnslu

  • 7.3.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-49/2024

Birt: 21.2.2024

Fjöldi umsagna: 10

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Frumvarp til laga um skák

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um skák.

Nánari upplýsingar

Í drögum að frumvarpi, sem hér eru kynnt í opnu samráði, er lagt til að sett verði ný heildarlög um skák í stað laga um launasjóð stórmeistara í skák, nr. 58/1990, og laga um Skákskóla Íslands, nr. 76/1990, sem lagt er til að falli úr gildi.

Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag um styrki til stórmeistara í skák þar sem horft verði til einstakra verkefna og framgangs. Jafnframt verði horft til þess möguleika að styrkja efnilegt skákfólk, sem stefnir að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafa eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari uppfyllt skilyrði til að fá greiðslur úr ríkissjóði.

Lagt er til að skilgreint verði í lögum að framlög ríkisins til skákmála renni annars vegar í afrekssjóð í skák og hins vegar til skákhreyfingarinnar í gegnum æðsta aðila hennar, meðal annars til fræðslu um skák. Yfir afrekssjóði í skák verði stjórn sem sinnir faglegum þáttum sem tengjast úthlutun en ábyrgð á starfrækslu sjóðsins verði hjá mennta- og barnamálaráðherra. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að nánari útfærsla styrkveitinga úr afrekssjóði í skák verði útfærð í reglugerð og eru drög að reglugerð um afrekssjóð í skák kynnt til samráðs með frumvarpinu.

Frumvarpið gerir ráð fyrir niðurlagningu starfa stórmeistara í skák á grundvelli laga nr. 58/1990. Til að tryggja meðalhófs er lagt til að sá hópur sem nú fær laun stórmeistara njóti forgangs til styrkja úr afrekssjóði í skák í fyrstu úthlutun árið 2025. Árið 2026 muni umsóknir þessa hóps um styrki úr sjóðnum vera metnar á sama hátt og aðrar umsóknir.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (4)

Umsjónaraðili

Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu

mrn@mrn.is