Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.2.–4.3.2024

2

Í vinnslu

  • 5.3.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-47/2024

Birt: 19.2.2024

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS2-kerfið)

Málsefni

Drög að frumvarpi sem innleiðir þann hluta tilskipunar ESB 2023/959 (breyting á ETS-tilskipun 2003/87/EB) sem fjallar um ETS2-kerfið (losun frá byggingum, vegasamgöngum og smærri iðnaði).

Nánari upplýsingar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar nú eftir umsögnum við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS2-kerfið). Tilskipun ESB 2023/959 var tekin upp í EES-samninginn 8. desember 2023, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 335/2023. Við samþykkt frumvarpsins verður tilskipun ESB 2023/959 sem breytir tilskipun 2003/87/EB (ETS-tilskipunin) að fullu innleidd. Í tilskipun 2023/959 sem breytir ETS tilskipuninni, er í IVa kafla fjallað um nýtt hliðstætt viðskiptakerfi svokallað ETS2-kerfi sem mun ná utan um losun frá byggingum (húshitun), vegasamgöngum og viðbótargeirum. ETS2-kerfið verður rekið samhliða ETS-kerfinu en losun frá því mun áfram reiknast sem samfélagslosun sem fellur undir svokallaða beina ábyrgð ríkja samkvæmt reglugerð ESB 2018/842 um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation ESR). Losun vegna bruna á jarðaefnaeldsneyti er stærsta uppspretta losunar sem fellur undir flokk samfélagslosunar og því er brýnt að draga úr losun frá þeim flokki.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (27)

Umsjónaraðili

urn@urn.is