Til umsagnar
16.2.–4.3.2024
Í vinnslu
5.–6.3.2024
Samráði lokið
7.3.2024
Mál nr. S-45/2024
Birt: 16.2.2024
Fjöldi umsagna: 6
Áform um lagasetningu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Drög að frumvarpi lögð fram 7. mars
Að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir sjóðanna til fjárfestinga í leigufélögum.
Í yfirlýsingu stjórnvalda frá 12. desember 2022 vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í desember s.á. kom fram að stjórnvöld myndu vinna á samningstímabilinu með aðilum að því að kanna grundvöll umbóta á ýmsum sviðum. Einn slíkra þátta voru heimildir lífeyrissjóðanna til fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Í yfirlýsingu stjórnvalda kom fram að skoðaðar yrðu leiðir til að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir sjóðanna til fjárfestinga í leigufélögum.
Í frumvarpinu verður lögð fram tillaga um breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða. Tillögunni er ætlað að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta hluta eignarsafns síns í hlutabréfum félaga, sem ekki eru skráð á skipulegan markað, og í hlutum eða hlutdeildarskírteinum sjóða um sameiginlega fjárfestingu, sem ekki eru skráð á skipulegan markað, þar sem meginstarfsemin er að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem ætlað er til langtímaleigu til einstaklinga.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa
fjr@fjr.is