Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.2.–4.3.2024

2

Í vinnslu

  • 5.–6.3.2024

3

Samráði lokið

  • 7.3.2024

Mál nr. S-45/2024

Birt: 16.2.2024

Fjöldi umsagna: 6

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða)

Niðurstöður

Drög að frumvarpi lögð fram 7. mars

Málsefni

Að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir sjóðanna til fjárfestinga í leigufélögum.

Nánari upplýsingar

Í yfirlýsingu stjórnvalda frá 12. desember 2022 vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í desember s.á. kom fram að stjórnvöld myndu vinna á samningstímabilinu með aðilum að því að kanna grundvöll umbóta á ýmsum sviðum. Einn slíkra þátta voru heimildir lífeyrissjóðanna til fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Í yfirlýsingu stjórnvalda kom fram að skoðaðar yrðu leiðir til að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir sjóðanna til fjárfestinga í leigufélögum.

Í frumvarpinu verður lögð fram tillaga um breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða. Tillögunni er ætlað að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta hluta eignarsafns síns í hlutabréfum félaga, sem ekki eru skráð á skipulegan markað, og í hlutum eða hlutdeildarskírteinum sjóða um sameiginlega fjárfestingu, sem ekki eru skráð á skipulegan markað, þar sem meginstarfsemin er að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem ætlað er til langtímaleigu til einstaklinga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (11)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa

fjr@fjr.is