Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–12.2.2024

2

Í vinnslu

  • 13.2.–25.8.2024

3

Samráði lokið

  • 26.8.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-38/2024

Birt: 9.2.2024

Fjöldi umsagna: 316

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að lagafrumvarpi um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík

Niðurstöður

Í heildina bárust 316 umsagnir en dæmi voru um að sama umsögn hafi borist í tvígang eða í þeim væri einungis tekið undir það sem fram kemur í öðrum umsögnum. Fjallað er um efni umsagna og viðbrögð við þeim í samráðskafla í greinargerð með frumvarpi sem var lagt fram á Alþingi 14. febrúar 2024.

Málsefni

Í frumvarpinu er lagt til að einstaklingum standi til boða að selja félagi í eigu ríkisins íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er lagt til að einstaklingum standi til boða að selja félagi í eigu ríkisins íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík. Skilyrði er að eigandi hafi haft skráð lögheimili í viðkomandi eign þann 10. nóvember 2023. Frumvarpið nær ekki til húsnæðis í eigu lögaðila. Miðað er við að kaupverð nemi 95% af brunabótamati að frádregnum áhvílandi veðskuldum og að möguleikinn til að selja standi til boða frá gildistöku laganna til 1. júlí 2024.

Kveðið er á um að stofnað verði sérstakt eignaumsýslufélag sem hafi það verkefni að losa þá íbúa Grindavíkur sem frumvarpið tekur til undan allri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Þeim gefst jafnframt kostur á að afsala veðskuldum sem hvíla á húsnæðinu og veittar eru af eftirlitsskyldum aðilum vegna fjármögnunar á því. Þannig er almennt gert ráð fyrir því að þeim eigendum íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir gildissvið frumvarpsins, gefist kostur á að fá leyst út eigið fé sitt í íbúðareigninni miðað við þau viðmið sem tilgreind eru í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir því að öll áhætta tengd eignarhaldi viðkomandi fasteignar færist til eignaumsýslufélagsins.

Þau eigendaskipti sem geta farið fram á grundvelli laganna munu verða valkvæð af hálfu einstaklinga. Eigendaskiptin munu þannig bjóðast þeim Grindvíkingum sem uppfylla skilyrði laganna og kjósa að selja ríkinu sína eign.

Að ósk eigenda íbúðarhúsnæðis skal, í samningi um kaup þess, veita þeim forkaupsrétt að íbúðarhúsnæðinu.

Innsendar umsagnir (316)

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (5)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is