Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–12.2.2024

2

Í vinnslu

  • 13.2.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-38/2024

Birt: 9.2.2024

Fjöldi umsagna: 316

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að lagafrumvarpi um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík

Málsefni

Í frumvarpinu er lagt til að einstaklingum standi til boða að selja félagi í eigu ríkisins íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er lagt til að einstaklingum standi til boða að selja félagi í eigu ríkisins íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík. Skilyrði er að eigandi hafi haft skráð lögheimili í viðkomandi eign þann 10. nóvember 2023. Frumvarpið nær ekki til húsnæðis í eigu lögaðila. Miðað er við að kaupverð nemi 95% af brunabótamati að frádregnum áhvílandi veðskuldum og að möguleikinn til að selja standi til boða frá gildistöku laganna til 1. júlí 2024.

Kveðið er á um að stofnað verði sérstakt eignaumsýslufélag sem hafi það verkefni að losa þá íbúa Grindavíkur sem frumvarpið tekur til undan allri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Þeim gefst jafnframt kostur á að afsala veðskuldum sem hvíla á húsnæðinu og veittar eru af eftirlitsskyldum aðilum vegna fjármögnunar á því. Þannig er almennt gert ráð fyrir því að þeim eigendum íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir gildissvið frumvarpsins, gefist kostur á að fá leyst út eigið fé sitt í íbúðareigninni miðað við þau viðmið sem tilgreind eru í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir því að öll áhætta tengd eignarhaldi viðkomandi fasteignar færist til eignaumsýslufélagsins.

Þau eigendaskipti sem geta farið fram á grundvelli laganna munu verða valkvæð af hálfu einstaklinga. Eigendaskiptin munu þannig bjóðast þeim Grindvíkingum sem uppfylla skilyrði laganna og kjósa að selja ríkinu sína eign.

Að ósk eigenda íbúðarhúsnæðis skal, í samningi um kaup þess, veita þeim forkaupsrétt að íbúðarhúsnæðinu.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (5)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is