Til umsagnar
9.2.–10.4.2024
Í vinnslu
11.4.–9.6.2024
Samráði lokið
10.6.2024
Mál nr. S-32/2024
Birt: 9.2.2024
Fjöldi umsagna: 17
Drög að stefnu
Innviðaráðuneytið
Sveitarfélög og byggðamál
Sjá umfjöllun um samráð og niðurstöðu þess í skýrslu þar um.
Kynnt eru til umsagnar drög að borgarstefnu þar sem sett er fram framtíðarsýn um þróun tveggja borgarsvæða og skilgreind eru lykilviðfangsefni og áherslur til komandi ára.
Innviðaráðherra hyggst á komandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu. Ein af áherslum byggðaáætlunar 2022-2036 er að styrkleikar einstakra svæða verði greindir, unnið með þá og gætt að samspili þéttbýlis og dreifbýlis í þeim tilgangi að byggja upp fjölbreytt sjálfbær byggðarlög. Þessi áhersla felur m.a. í sér að móta stefnu þar sem hlutverk Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins annars vegar og Akureyrarsvæðisins hins vegar, í byggðaþróun í landinu, verði skilgreind. Aðgerð C.4 Borgarstefna í aðgerðaáætlun byggist á þessari áherslu en skilgreint markmið hennar er að þessi tvö stærstu þéttbýlissvæði landsins verði efld og samkeppnishæfni þeirra og hlutverk í byggðaþróun landsins styrkt. Í lok árs 2022 var skipaður starfshópur um mótun borgarstefnu á grundvelli aðgerðarinnar og hefur hópurinn unnið drög að borgarstefnu.
Með borgarstefnu er stuðlað að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi. Í því felst annars vegar að styrkja höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur, höfuðborgarsvæðið og áhrifasvæði þess. Hins vegar að festa Akureyri í sessi sem svæðisborg og skilgreina og efla hlutverk hennar og áhrifasvæði. Markmið borgarstefnu er að styðja við þróun borgarsvæða á Íslandi, efla hagsæld og velferð í landinu ásamt því að stuðla að því að hér verði áfram eftirsóknarvert að búa.
Markmið borgarstefnu er jafnframt að styrkja stöðu Íslands í harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki og stuðlað að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Með því að styrkja stærstu þéttbýlissvæðin er stuðlað að jafnari dreifingu byggðar í landinu og búseta á áhrifasvæði borganna efld. Þannig styrkjast búsetukostir og lífsgæði á áhrifasvæðum borganna um leið og val um ólík borgarsvæði styrkir alþjóðlega samkeppnishæfni landsins.
Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila og eru því öll hvött til að kynna sér drögin og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála
irn@irn.is