Til umsagnar
5.–19.2.2024
Í vinnslu
20.2.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-28/2024
Birt: 5.2.2024
Fjöldi umsagna: 4
Drög að frumvarpi til laga
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Frumvarpið felur í sér breytingar sem leiða m.a. af lögum nr. 103/2021, nr. 127/2022 og 129/2022.
Markmiðið með frumvarpinu er að ná þeim markmiðum sem að var stefnt með lögum nr. 103/2021, sem tóku að fullu gildi þann 1. janúar sl., að skapa sem fyrst skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis.
Breytingarnar sem urðu með lögum nr. 103/2021 leiddu af sér nauðsynlega uppfærslu viðauka XVIII við lögin og var með það gert með lögum nr. 127/2022. Reynslan af framkvæmd viðauka XVIII síðastliðið ár hefur einnig dregið fram þörf á að uppfæra hann, annars vegar með því að bæta inn fleiri möguleikum fyrir meginsöluumbúðir tiltekinna tollskrárnúmera og hins vegar með því að gera viðeigandi lagfæringar á hlutfallstölum fyrir önnur tollskrárnúmer til að auka skilvirkni og áreiðanleika álagningarinnar. Jafnframt að mæta tímabundnum vanda þeirra innflytjenda sem hafa ekki upplýsingar um meginsöluumbúðir með tímabundnu bráðabirgðaákvæði til að ákvarða meginsöluumbúðir miðað við líklegustu tegund umbúða. Einnig er ætlunin að skýra álagningu úrvinnslugjalds á ökutæki.
Aðrar breytingar eru lagfæringar vegna ábendinga Úrvinnslusjóðs eða sem leiða af gildistöku laga nr. 103/2021. Helstu breytingar á lögunum eru :
1. Lögð er til breyting á skilgreiningu rafhlaða og rafgeyma í lögunum, til samræmis við skilgreiningu í lögum nr. 55/2003 eins og henni var breytt með lögum nr. 103/2021.
2. Orðið úrvinnslugjald í 5. gr. laganna verði skilagjald, í samræmi við aðrar breytingar sem urðu á ákvæðinu við gildistöku laga nr. 103/2021 og jafnframt gerð orðalagsbreyting í 4. mgr. til samræmis við markmið laganna.
3. Lagt er til að fyrirkomulag álagningar úrvinnslugjalds á ökutæki verði gert skýrara í ljósi þess að álagningin á sér stað við nýskráningu í stað tollafgreiðslu. Kveðið verði með skýrari hætti á um greiðanda gjaldsins, grundvöll þess og gjalddaga og greinarmunur gerður á þeirri tilhögun og venjubundinni tilhögun álagningar við tollafgreiðslu.
4. Skerpt verði á skyldu gjaldskyldra aðila til að gefa upp þyngd, og tegund umbúða við tollafgreiðslu og að það skuli gert á formi sem Skatturinn ákveður.
5. Lagðar eru til lagfæringar á fjórum tollskrárnúmerum í 6. mgr. 7. gr. a, í samræmi við ábendingar Úrvinnslusjóðs.
6. Felld verði brott tilvísun til 5. gr. laganna í 9. gr. þar sem hún á ekki lengur við.
7. Skýrt verði í 10. gr. laganna að Skatturinn annist, auk álagningar skilagjalds, álagningu úrvinnslugjalds á ökutæki.
8. Lögð til breyting á almennri kæruheimild laganna í 13. gr. þess efnis að skýrt sé að heimilt sé að kæra álagningu úrvinnslugjalds á ökutæki skv. 6. gr. líkt og gildir um innlenda framleiðslu og álagningu við tollafgreiðslu.
9. Lagt er til að tillögu Úrvinnslusjóðs að tvö tollskrárnúmer færist úr viðauka XI yfir í viðauka XI A.
10. Gerðar verði breytingar á viðauka XVIII við lögin þannig að við hann bætist inngangur sem skýrir virkni reiknireglna sem mælt er fyrir um í viðaukanum. Þá er lögð til uppfærsla á viðaukanum sem felst í að bætt er við valmöguleikum um meginsöluumbúðir fyrir tiltekin tollskrárnúmer sem þegar er getið í viðaukanum og uppfærslu hlutfallstalna tegunda sölu– og flutningsumbúða fyrir tilgreind tollskrárnúmer og meginsöluumbúðir.
11. Gerð er tillaga um lögfestingu bráðabirgðaákvæðis sem felur í sér heimild til að ákvarða úrvinnslugjald miðað við líklegustu tegund umbúða í viðkomandi tollskrárnúmerum í þeim tilvikum þegar innflytjandi hefur ekki upplýsingar um meginsöluumbúðir.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar
urn@urn.is