Til umsagnar
2.–26.2.2024
Í vinnslu
27.2.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-27/2024
Birt: 2.2.2024
Fjöldi umsagna: 14
Annað
Utanríkisráðuneytið
Utanríkismál
Starfshópur um aðgerðir gegn gullhúðun óskar eftir ábendingum og umsögnum um tilvik þar sem gullhúðun hefur verið beitt. Þá er óskað eftir mati viðkomandi á þeim áhrifum sem hlotist hafa af.
Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld einstakra ríkja ganga lengra og setja íþyngjandi ákvæði umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í EES-gerðum við innleiðingu. Slíkt er heimilt samkvæmt íslenskum lögum og reglum en þó eru gerðar kröfur um að ef slík leið sé valin sé það tilgreint og að rökstuðningur fylgi.
Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögfræðingur, sem er formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Starfshópurinn getur lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað.
Starfshópurinn hefur tekið til starfa og óskar nú eftir ábendingum og umsögnum um tilvik þar sem gullhúðun hefur verið beitt. Þá er óskað eftir mati viðkomandi á þeim áhrifum sem hlotist hafa af slíkri reglusetningu.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Þátttakendum í þessu samráðsferli var þó heimilt að óska eftir því að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.
Starfshópur um aðgerðir gegn gullhúðun