Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–14.2.2024

2

Í vinnslu

  • 15.2.–8.8.2024

3

Samráði lokið

  • 9.8.2024

Mál nr. S-24/2024

Birt: 2.2.2024

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS2-kerfið)

Niðurstöður

Drög að frumvarpi voru birt í samráðsgátt stjórnvalda frá 19. febrúar 2024 til 4. mars 2024 (mál nr. S-47/2024). Hagaðilum var gert viðvart og veitt færi á að skila inn umsögn um frumvarps¬drögin. Þrjár umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: skipulags- og mannvirkja¬nefnd Ísafjarðarbæjar, Félagi atvinnurekenda og sameiginlega frá Samtökum ferðaþjónust¬unnar, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Viðskiptaráði (hér eftir samtökin). Hvað sem því líður fór frumvarpið ekki fyrir þingið vorið 2024. Frumvarpið er á þingmálaskrá á ný fyrir haustið 2024.

Málsefni

Frumvarpinu verður ætlað að innleiða þann hluta tilskipunar ESB 2023/959 (breyting á ETS-tilskipun 2003/87/EB) sem fjallar um ETS2-kerfið (losun frá byggingum, vegasamgöngum og smærri iðnaði).

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu verður tilskipun ESB 2023/959 sem breytir tilskipun 2003/87/EB (ETS-tilskipunin) að fullu innleidd. Í tilskipun 2023/959 sem breytir ETS tilskipuninni, er í IVa kafla fjallað um nýtt hliðstætt viðskiptakerfi svokallað ETS2-kerfi sem mun ná utan um losun frá byggingum (húshitun), vegasamgöngum og smærri iðnaði. ETS2-kerfið verður rekið samhliða ETS-kerfinu en losun frá því mun áfram reiknast sem samfélagslosun sem fellur undir svokallaða beina ábyrgð ríkja samkvæmt reglugerð ESB 2018/842 um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation ESR). Losun vegna bruna á jarðaefnaeldsneyti er stærsta uppspretta losunar sem fellur undir flokk samfélagslosunar og því er brýnt að draga úr losun frá þeim flokki.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (8)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar (loftslagsteymi)

urn@urn.is