Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.1.–13.2.2024

2

Í vinnslu

  • 14.2.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-21/2024

Birt: 30.1.2024

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar (þjónustugjöld)

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar (þjónustugjöld)

Nánari upplýsingar

Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna gjaldtöku Orkustofnunar.

Orkustofnun er í ýmsum lögum falin útgáfa leyfa og eftirlit með starfsemi og framkvæmdum sem lúta að nýtingu auðlinda. Helst ber að nefna lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, raforkulög og vatnalög. Snúa breytingarnar sem frumvarpið kveður á um m.a. um gjaldtöku tengdri þessum lögum.

Árið 2011 tók Orkustofnun við hlutverki ráðherra sem leyfisveitanda samkvæmt umræddum lögum. Á þeim tíma sem liðið hefur frá yfirfærslu leyfisveitinga frá ráðherra til Orkustofnunar hafa gjaldtökuákvæði í lögunum hins vegar staðið óbreytt. Á sama tíma hafa umsvif verkefna og þróun í stjórnsýslu málaflokksins leitt til þess að Orkustofnun skortir fjármögnun til þessara verkefna til að geta sinnt þeim með fullnægjandi hætti. Brýnt er að framangreind lög feli í sér lagastoð fyrir heimild Orkustofnunar til töku þjónustugjalda vegna við vinnu við leyfisumsóknir vegna auðlindanýtingar, útgáfu leyfa og eftirlits með þeim líkt og kveðið er á um í frumvarpinu.

Athygli er vakin á því að umsagnarfrestur vegna frumvarpsins í samráðsgátt stjórnvalda er til 13. febrúar nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is