Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.1.–27.2.2024

2

Í vinnslu

  • 28.2.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-20/2024

Birt: 30.1.2024

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um réttindi flugfarþega

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um réttindi flugfarþega.

Nánari upplýsingar

Endurskoðun þessi er nauðsynleg í því skyni að samræma ákvæði reglugerðarinnar nýjum loftferðalögum nr. 80/2022. Með þessari reglugerð er lagt til að fella úr gildi reglugerð nr. 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum.

Helstu atriði sem breytast frá núgildandi reglugerð eru eftirfarandi:

• Ekki er lengur talað um ákvarðanir Samgöngustofu í farþegamálum, heldur um úrskurði sem ekki eru kæranlegir til ráðuneytis.

• Ekki er lengur gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við erindum vegna tapaðs farangurs eða skemmda á honum.

• Gert er ráð fyrir að kvartendur greiði Samgöngustofu málskostsgjald að fjárhæð 5000 kr. sem endurgreiðist kvartanda falli úrskurður kvartanda í vil. Þetta er í samræmi við það sem fram kemur í núgildandi loftferðalögum og er einnig í samræmi við framkvæmd hjá úrskurðarnefnd um vöru- og þjónustukaup.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is