Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.1.–13.2.2024

2

Í vinnslu

  • 14.2.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-19/2024

Birt: 30.1.2024

Fjöldi umsagna: 7

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt.

Nánari upplýsingar

Á árinu 2024 hefst fimm ára átak að auka innlenda framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis. Fyrir liggur aðgerðaáætlun til eflingar kornrækt á Íslandi sem unnin var af starfshópi á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni eru settar fram 25 tillögur sem varða kynbætur, stuðning, kornsamlög, búskaparhætti, tryggingar og varnir gegn fuglum.

Í þeim reglugerðardrögum sem hér eru til umsagnar eru ákvæði um einn hluta þess þ.e. fyrirkomulag fjárfestingastuðnings í kornrækt á árinu 2024. Slíkur stuðningur hefur ekki áður verið í boði af hendi stjórnvalda.

Markmiðið verkefnisins eru að styðja við fjárfestingu til uppbyggingar innviða í kornrækt og auka þar með hagkvæmni í söfnun og vinnslu korns. Stuðningur verður veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, korngeymslum og tilheyrandi tækjabúnaði svo sem:

• Kornþurrkunarstöðvum, þ.m.t. nýframkvæmdum eða til stækkunar og endurbóta á þurrkstöðvum sem þegar eru í rekstri. Afkastageta skal að lágmarki vera 2.000 tonn á ári að framkvæmdum loknum. Þó er heimilt að veita stuðning til þurrkunarstöðva með að lágmarki 1.000 tonna afkastagetu ef áætlanir liggja fyrir um stækkun í 2.000 tonn á ári.

• Sérhæfðum korngeymslum enda séu þær hluti af starfsemi sem uppfyllir skilyrði um lágmarksafköst

• Sérhæfðum flutningatækjum fyrir korn enda séu þau hluti af starfsemi sem uppfyllir skilyrði um lágmarksafköst

Heildarfjárhæð sem áætlað er að verja til fjárfestingastuðnings í kornrækt árið 2024 eru 144 milljónir króna. Matvælaráðuneytið mun auglýsa eftir umsóknum þegar reglugerðin hefur verið sett.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (17)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landbúnaðar.

mar@mar.is