Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.1.–26.2.2024

2

Í vinnslu

  • 27.2.–1.9.2024

3

Samráði lokið

  • 2.9.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-18/2024

Birt: 29.1.2024

Fjöldi umsagna: 10

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Heildarendurskoðun - reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar

Niðurstöður

Málið lokið með útgáfu nýrrar reglugerðar: Reglugerð nr. 766/2024 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar.

Nánari upplýsingar

Í maí sl. undirituðu Sjúkratryggingar Íslands samning við Tannlæknafélag Íslands um tannlæknaþjónustu. Þjónustan sem samningurinn fjallar um eru forvarnir og tannlækningar barna til 18 ára aldurs, tannlækningar aldraðra og öryrkja og tannlækningar vegna alvarlegra meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma, annarra en tannréttinga. Samningurinn tók við af þremur eldri samningum um sömu þjónustu. Samningurinn gildir til og með 31. janúar 2024, þó þannig að starfað er eftir honum eftir þann tíma á meðan báðir aðilar samþykkja. Fyrir utan sameiningu fyrri samninga voru efnislegar breytingar takmarkaðar og staðið hefur yfir endurskoðun á gjaldskrá. Þó voru gerðar ýmsar breytingar á gjaldskrá sem ætlað var að bæta þjónustu og gera hana markvissari.

Samhliða var gerður samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga og Tannlæknafélags Íslands meðal annars um endurskoðun gjaldskrár á samningstímanum og stefnt er að gerð langtímasamnings um sömu þjónustu sem tekur við af ofangreindum samningi með tilliti til niðurstöðu þeirrar vinnu sem unnin hefur verið á samningstímanum.

Í júlí sl. skrifaði heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undir samning um tannréttingar. Samningurinn fól í sér mikilvæg tímamót og skapaði meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Samningurinn sem er til þriggja ára tók gildi 1. september sl. og tekur til tannréttingaþjónustu á eigin stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Undir samninginn falla bæði almennar tannréttingar barna, þar sem Sjúkratryggingar greiða tannréttingastyrk sem og nauðsynlegar tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Samhliða gildistöku samningsins hækkuðu styrkir vegna almennra tannréttinga.

Með tilkomu samnings um tannréttingar hefur staða sjúklinga verið styrkt verulega. Til viðbótar við aukna greiðsluþátttöku ríksins í tannréttingum kveður samningurinn á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt er kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu.

Í kjölfar framangreindra samninga voru gerðar breytingar á gildandi reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar en jafnframt lá ljóst fyrir að framkvæma þyrfti heildarendurskoðun á reglugerðinni. Liggja nú fyrir drög að nýrri reglugerð sem byggja á þeirri skoðun. Gert er ráð fyrir að endurskoðuð reglugerð taki gildi 1. apríl nk. samhliða nýjum langtímasamninga um tannlæknaþjónustu sbr. framagreint.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is