Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.1.–12.2.2024

2

Í vinnslu

  • 13.2.–11.8.2024

3

Samráði lokið

  • 12.8.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-17/2024

Birt: 26.1.2024

Fjöldi umsagna: 12

Drög að frumvarpi til laga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu

Niðurstöður

Frumvarp var samþykkt sem lög frá Alþingi 22.júní 2024

Málsefni

Kraftar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs verða sameinaðir í Nýsköpunarsjóðnum Kríu.

Nánari upplýsingar

Mikilvægt er að opinber stuðningur við nýsköpun í formi fjárfestinga leiði til þess að atvinnulíf eflist hér á landi, samkeppnishæfni landsins aukist og fleiri fyrirtæki vaxi upp úr nýsköpunarumhverfinu og myndi sterka stoð undir hugverkadrifið atvinnulíf. Svo það megi verða þarf stuðningsumhverfi nýsköpunar að vera skilvirkt, sveigjanlegt, alþjóðlega samkeppnishæft og beina fjármagni þangað sem þörfin er mest hverju sinni.

Með frumvarpinu er lagt til að stofnaður verði nýr sjóður, Nýsköpunarsjóðurinn Kría, sem tekur við hlutverkum, eignum og skuldbindingum bæði NSA og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs. Sjóðurinn muni geta boðið upp á stuðning sem hentar breytileika nýsköpunarumhverfisins og þörfum á hverjum tíma svo sem með stuðningi við nýsköpunarverkefni sem kalla á langt þróunartímabil, verkefni sem eru komin vel á veg en vantar stuðning til frekari þróunar og vaxtar ásamt því að styðja við nýskapandi lausnir við samfélagslegum áskorunum. Mikilvægt er að meta á hverjum tíma hvernig og á hvaða formi aðkoma hins opinbera skuli vera, en áhersla er lögð á að opinber aðkoma sé viðbót við þann stuðning og fjárfestingarmöguleika sem fyrir eru í umhverfinu.

Ráðgert er að starfsemi hins nýja sjóðs verði öflug og að í sjóðinum sameinist kraftar tveggja mikilvægra aðila í því skyni að hafa jákvæð áhrif á nýsköpun og fjármögnunarumhverfið á Íslandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðamála

hvin@hvin.is