Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.1.–2.2.2024

2

Í vinnslu

  • 3.2.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-10/2024

Birt: 19.1.2024

Fjöldi umsagna: 19

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um lokað búsetuúrræði

Málsefni

Lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið.

Nánari upplýsingar

Dómsmálaráðuneytið óskar umsagna um drög að frumvarpi til laga um lokað búsetuúrræði.

Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.

Með frumvarpinu er verið að hverfa frá framkvæmd gildandi laga sem kveða á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald.

Vistun í lokaðri búsetu samkvæmt frumvarpinu verður eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst er að vægari úrræði muni ekki skila árangri.

Frumvarpið kveður á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Það verður því eingöngu heimilt að vista börn í lokaðri búsetu þegar þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur eru gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu. Felst það meðal annars í því að strangari kröfur eru gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þarf meðalhófs við ákvarðanatöku.

Helstu ástæður fyrir þessu frumvarpi:

• Ekki er talið forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið, eins og gildandi lög gera ráð fyrir.

• Innleiða þarf að fullu tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/115/EB um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega, svokallaða brottvísunatilskipun.

• Bregðast þarf við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við það fyrirkomulag gildandi laga að útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is