Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.1.–6.2.2024

2

Í vinnslu

  • 7.2.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-8/2024

Birt: 22.1.2024

Fjöldi umsagna: 8

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Reglugerð um loftslagsráð

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um loftslagsráð.

Nánari upplýsingar

Ráðherra ber ábyrgð á skipan formanns og varaformanns loftslagsráðs, sbr. 3. mgr. 5. gr. b. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál og kveður nánar á um skipan, hlutverk og störf loftslagsráðs í reglugerð, sbr. 5. mgr. sama ákvæðis.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar því umsagna um drög að reglugerð um loftslagsráð. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að því að loftslagsráð sé starfrækt með skýrum og skilvirkum hætti, í samræmi við 5. gr. b. laga um loftslagsmál, nr. 70/2012. Með drögum þessum er kveðið á um hámarksfjölda fulltrúa í loftslagsráði og hæfniviðmið sem ráðherra skal hafa til hliðsjónar við skipan fulltrúa í loftslagsráð svo fullskipað loftslagsráð endurspegli fjölbreytta þekkingu sem mun gagnast ráðinu við að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Jafnframt er kveðið á um í drögunum að loftslagsráð skuli tryggja með reglubundnum hætti, samtal hagaðila og ráðsins.

Gert er ráð fyrir að við setningu reglugerðarinnar verði skipað í loftslagsráð á grundvelli hennar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (22)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar / Loftslagsteymi

urn@urn.is