Mál nr. S-7/2024

Birt: 18.1.2024

Fjöldi umsagna: 2

Annað

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Skýrsla um alþjóðasamninginn um afnám alls kynþáttamisréttis

Málsefni

Kallað er eftir ábendingum og tillögum um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu um framkvæmd alþjóðasamningsins um afnám alls kynþáttamisréttis. Skýrslan mun taka til áranna 2018 til 2024.

Nánari upplýsingar

Hafinn er undirbúningur að 24. til 27. skýrslu Íslands um alþjóðasamninginn um afnám alls kynþáttamisréttis (e. Convention on the Elimination of Racial Discrimination). Skýrslan mun taka til áranna 2018 til 2024, en leitast verður við að gefa sem réttasta mynd af því hvernig samningnum hefur verið framfylgt á því tímabili og hvernig tekið hefur verið tillit til lokaathugasemda nefndarinnar til Íslands frá 18. september 2019.

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála í forsætisráðuneytinu mun halda utan um skýrsluskrifin, í samstarfi við stýrihóp Stjórnarráðsins um mannréttindi. Einnig verður lögð áhersla á samráð við hagsmunaaðila og er því óskað eftir ábendingum og tillögum um þau atriði sem leggja skal áherslu á í skýrslunni. Þegar drög að skýrslunni liggja fyrir verða þau kynnt á samráðsgáttinni og verður þá hægt að koma frekari athugasemdum á framfæri.

Frjáls félagasamtök geta gert sínar eigin skýrslur og sent nefndinni, en nánari upplýsingar um það ferli má nálgast hér: https://www.ohchr.org/en/treaty-bodies/cerd/information-civil-society-ngos-and-nhris.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála

for@for.is