Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–26.1.2024

2

Í vinnslu

  • 27.1.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-2/2024

Birt: 5.1.2024

Fjöldi umsagna: 2

Annað

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Drög að almennum siðareglum starfsfólks ríkisins

Málsefni

Almennar siðareglur starfsfólks ríkisins sem fyrst voru settar árið 2013 eru til endurskoðunar og nú til samráðs en reglurnar eiga að endurspegla ákveðin grunngildi í störfum hjá ríkinu.

Nánari upplýsingar

Í október 2022 skipaði forsætisráðherra starfshóp sem hafði það hlutverk að leiða vinnu við endurskoðun siðareglna ráðherra, starfsfólks Stjórnarráðsins og starfsfólks ríkisins. Meðal helstu markmiða vinnunnar var að tryggja heildarsýn og samræmi ofangreindra siðareglna.

Helsta nýbreytnin í drögum að nýjum siðareglum fyrir starfsfólk ríkisins er að nú eru þær flokkaðar í sjö flokka sem eru þeir sömu og í siðareglum ráðherra og starfsfólks Stjórnarráðsins. Einnig hefur nokkrum reglum verið bætt við og orðalagi lítillega breytt í öðrum.

Undir flipanum skjöl til samráðs eru drög að uppfærðum siðareglum fyrir starfsfólk ríkisins. Í fylgiskjölum eru núgildandi reglur ásamt nýjum siðareglum starfsfólks Stjórnarráðsins sem tóku gildi 28. september 2023 og siðareglur ráðherra sem tóku gildi 6. desember sl.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins

fjr@fjr.is