Til umsagnar
29.12.2023–12.1.2024
Í vinnslu
13.1.–3.7.2024
Samráði lokið
4.7.2024
Mál nr. S-267/2023
Birt: 29.12.2023
Fjöldi umsagna: 7
Áform um lagasetningu
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála
Sjö umsagnir bárust um áformaskjalið sem verða teknar til skoðunar við áframhaldandi endurskoðun framhaldsfræðslukerfisins og vinnslu fyrirhugaðs frumvarps um breytingu á lögum nr. 27/2010.
Áformað er að endurskoða framhaldsfræðslukerfið og lög um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010 í heild sinni og vinna að frumvarpi að nýrri heildarlöggjöf.
Í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er lögð áhersla á að „endurskoða löggjöf um framhaldsfræðslu í breiðu samráði til að tryggja að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, m.a. vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Í desember árið 2022 skipaði félags- og vinnumarkaðsráðherra samstarfshópsem hefur það hlutverk að vinna að heildarendurskoðun á framhaldsfræðslukerfinu og heildarendurskoðun laga um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010. Formaður samstarfshópsins og tveir aðrir fulltrúar voru skipaðir án tilnefningar en auk þeirra eiga sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Félagi náms- og starfsráðgjafa, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Fjölmennt, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Geðhjálp, háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneyti, Kennarasambandi Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Leikn, Rannís, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, Símennt, Skólameistarafélagi Íslands, starfsmenntasjóðum á almennum markaði, Vinnumálastofnun, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands.
Samstarfshópnum er ætlað að koma með tillögu að heildstæðu kerfi í framhaldsfræðslu og styrkja hana sem fimmtu stoð hins opinbera menntakerfis, sem gefur fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar. Hópurinn taki þannig á álitamálum innan framhaldsfræðslukerfisins með úrbætur að markmiði svo framkvæmd laga um framhaldsfræðslu verði skýr og gagnsæ.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is