Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.12.2023–26.1.2024

2

Í vinnslu

  • 27.1.2024–

Samráði lokið

Mál nr. S-264/2023

Birt: 22.12.2023

Fjöldi umsagna: 47

Áform um lagasetningu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir áform um ný heildarlög um æskulýðs- og frístundastarf

Nánari upplýsingar

Áformað frumvarp felur í sér ný heildarlög um æskulýðs- og frístundastarf til samræmis við Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og lög um samþættingu þjónustu í þágu barna. Þörf er á nýrri heildstæðri löggjöf þar sem núverandi æskulýðslög hafa ekki sætt endurskoðun frá árinu 2007.

Mikil framþróun hefur orðið í málaflokknum frá þessum tíma líkt og háskólanám í tómstunda- og félagsstarfi á bakkalár- og meistarastigi sem hefur aukið fagþekkingu þegar kemur að æskulýðs- og frístundastarfi. Auk þess var samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins lögfestur með lögum nr. 19/2013 og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur árið 2016 eftir gildistöku núgildandi æskulýðslaga. Þá tóku lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 gildi í janúar 2022 og eru frístundaheimili og félagsmiðstöðvar m.a. talin upp sem þjónustuveitandi farsældarþjónustu á grundvelli laganna og mikilvægt að styrkja lagalega umgjörð frístundastarfs fyrir öll börn.

Í stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna til 2030 er ein af helstu áherslum til ársins 2030 endurskoðun æskulýðslaga nr. 70/2007 og jafnframt er áréttað í aðgerð 6 í þingsályktun um barnvænt Ísland mikilvægi þess að lögfesta ungmennaráð sveitarfélaga með breytingum á æskulýðslögum, nr. 70/2007, og skýra hlutverk þeirra, ábyrgð og umboð.

Mikilvægt er að heildarendurskoðun fari fram með framangreind atriði að leiðarljósi og lögin endurspegli þær kröfur sem eðlilegt þykir að gera til skipulags æskulýðs- og frístundastarfs, þá sérstaklega með það að markmiði að styrkja réttindi barna og ungmenna.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (6)

Umsjónaraðili

Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu

mrn@mrn.is