Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.12.2023–15.1.2024

2

Í vinnslu

  • 16.1.2024–

Samráði lokið

Mál nr. S-261/2023

Birt: 18.12.2023

Fjöldi umsagna: 6

Drög að stefnu

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Landsáætlun um framfylgd samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins)

Málsefni

Til stendur að starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vinni landsáætlun um innleiðingu Istanbúl-samningsins. Hægt er að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri sem gætu gagnast starfshópnum.

Nánari upplýsingar

Í samræmi við aðgerð 13 í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023 hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp um gerð landsáætlunar um innleiðingu Istanbúl-samningsins, sem er samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Starfshópurinn hefur það hlutverk að vinna stefnumarkandi landsáætlun um framfylgd samningsins, sbr. 10. gr. samningsins sem kveður á um ábyrgð hins opinbera á samræmingu, framkvæmd, eftirfylgni og mati á aðgerðum og ráðstöfunum sem eru til komnar vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt samningnum. Landsáætlunin hefur jafnframt það markmið að skapa heildaryfirsýn yfir innleiðingu laga, stjórnvaldsaðgerðir og aðrar ráðstafanir, þ.m.t. gagnasöfnun og rannsóknir, sbr. 11. gr. samningsins. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum úr dómsmálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, mennta- og barnamálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu.

Allir sem vilja koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri sem gætu gagnast í vinnu starfshópsins að gerð landsáætlunarinnar eru hvattir til að senda inn umsögn fyrir 15. janúar nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

kolbrun.ardal@dmr.is