Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–15.12.2023

2

Í vinnslu

  • 16.12.2023–21.11.2024

3

Samráði lokið

  • 22.11.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-252/2023

Birt: 1.12.2023

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Atvinnuvegaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust í samráðsgátt um áform um lagasetningu. Drög að frumvarpi voru svo birt í samráðsgátt í málum nr. 2/2024 og nr. 36/2024. Frumvarp varð að hluta til að lögum nr. 82/2024, en ákvæði um stafrænt aðgengi upplýsinga var fellt út.

Málsefni

Lagt er til að styrkja heimildir Verðlagsstofu skiptaverðs til að viðhafa markvissara eftirlit með fiskverði og stytta málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.

Nánari upplýsingar

Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs er að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlutum eins og nánar er kveðið á um í lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998. Til að Verðlagsstofa geti rækt hlutverk sitt með markvissari hætti, m.a. með tilliti til nýrra kjarasamninga, er nauðsynlegt að skýra betur heimildir stofunnar til aðgangs að upplýsingum frá öðrum stjórnvöldum, til að útfæra áhættumiðað samtímaeftirlit með fiskverði og stytta málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (8)

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is