Til umsagnar
7.–22.12.2023
Í vinnslu
23.12.2023–
Samráði lokið
Mál nr. S-251/2023
Birt: 7.12.2023
Fjöldi umsagna: 33
Áform um lagasetningu
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Orkumál
Lagðar verða til breytingar á lögum að því er varðar málefni vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku en um leið að lágmarka umhverfisáhrif.
Hinn 11. júlí 2022 skipaði umhverfis-, orku og loftslagsráðherra sérstakan starfshóp um nýtingu vindorku með það að markmiði að hann skyldi leggja fram tillögur um hvernig einfalda mætti uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku.
Starfshópurinn skilaði af sér sérstakri stöðuskýrslu „Vindorka – valkostir og greining“ í apríl 2023. Í skýrslunni var ekki um eiginlegar tillögur að ræða, heldur var ákveðið að draga saman helstu álitaefni sem komið höfðu upp við vinnu starfshópsins auk þess sem settir voru fram ýmsir valkostir um hvaða leiðir væru færar til að leysa úr þeim.
Skýrslan starfshóps um vindorku „Vindorka – valkostir og greining“ var birt opinberlega á samráðsgátt stjórnvalda og þar var jafnframt óskað eftir umsögnum um efni hennar.
Auk birtingar á skýrslunni í samráðsgátt voru haldnir opnir kynningarfundir um allt land um efni hennar.
Starfshópurinn hefur í framhaldinu unnið frekar að málinu á grundvelli umsagna og umræðna á kynningarfundum.
Í skipunarbréfs starfshópsins kemur fram að hann skuli vinna drög að lagafrumvarpi á grundvelli niðurstaðna sinna má gera ráð fyrir að hann muni skila endanlegum niðurstöðum sínum á næstu vikum. Niðurstaða starfshópsins ásamt frumvarpi vegna málsins mun í framhaldinu verða birt á samráðsgátt stjórnvalda.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stefnumótunar og eftirfylgni
hafsteinn.s.hafsteinsson@urn.is