Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.11.–12.12.2023

2

Í vinnslu

  • 13.12.2023–25.11.2024

3

Samráði lokið

  • 26.11.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-239/2023

Birt: 21.11.2023

Fjöldi umsagna: 11

Stöðumat og valkostir

Dómsmálaráðuneytið

Fjölskyldumál

Heildarendurskoðun á barnalögum

Niðurstöður

Umsögnum hefur verið komið til sifjalaganefndar til skoðunar.

Málsefni

Til stendur að taka barnalög nr. 76/2003 til heildarendurskoðunar. Hægt er að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri sem gætu gagnast vegna endurskoðunarinnar.

Nánari upplýsingar

Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna sifjalaganefnd til þess að vinna að endurskoðun á barnalögum og hjúskaparlögum og hefur nefndin þegar tekið til starfa. Umfangsmikil verkefni eru fram undan í tengslum við endurskoðun umræddra laga, en auk þess mun fara fram úttekt á áhrifum skiptrar búsetu barna hér á landi.

Nefndin skal skila ráðherra drögum að lagafrumvörpum fyrir 1. september 2024, annars vegar drögum að frumvarpi til breytinga á barnalögum og eftir atvikum breytingum á öðrum lögum, og hins vegar drögum að frumvarpi til breytinga á hjúskaparlögum og eftir atvikum breytingum á öðrum lögum.

Allir sem vilja koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri sem gætu gagnast í endurskoðuninni eru hvattir til þess að senda umsögn. Unnt er að koma á framfæri almennum ábendingum um barnalögin en einnig um sérstök atriði laganna sem talin eru þurfa á endurskoðun að halda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (19)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is