Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.11.2023–7.2.2024

2

Í vinnslu

  • 8.2.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-238/2023

Birt: 21.11.2023

Fjöldi umsagna: 12

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Skilgreining á opinberri grunnþjónustu

Málsefni

Skilgreining opinberrar grunnþjónustu og viðmiði um lágmarksþjónustustig fyrir dreifbýli þar sem of kostnaðarsamt getur þótt að veita þjónustuna.

Nánari upplýsingar

Ríkisstjórnin leggur áherslu á að jafna aðgengi íbúa landsins að þjónustu. Í byggðaáætlun er lögð áhersla á að opinber grunnþjónusta verði skilgreind í lögum og hvernig réttur íbúa landsins til hennar verði tryggður óháð búsetu. Aðgerð A.15 Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis felur m.a. í sér að skilgreint verði aðgengi að opinberri grunnþjónustu, sem og lágmarksþjónustustig fyrir dreifbýli þar sem of kostnaðarsamt getur þótt að veita þjónustuna.

Að beiðni innviðaráðuneytis vann Byggðastofnun drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinargerð. Í drögunum segir að opinber grunnþjónusta er þjónusta opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, sem er aðgengileg öllum íbúum landsins og nauðsynleg til að skapa fullnægjandi búsetuskilyrði um land allt. Opinber grunnþjónusta er forsenda þess að fólk geti stundað atvinnu, sótt menntun og frístundastarf og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum.

Það er á ábyrgð stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga að ákveða viðmið um þjónustustig lágmarksþjónustu fyrir dreifbýli. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 ber sveitarstjórnum að móta stefnu um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðalögum fjarri stærstu byggðakjörnum. Þá samþykkti ríkisstjórnin á fundi þann 15. september sl. tillögu fjármála- og efnahagsráðherra að hefja vinnu við mótun stefnu um opinbera þjónustu, sem felur meðal annars í sér að sett verði þjónustuviðmið um þá þjónustu sem veitt er af hálfu ríkisstofnana.

Skilgreiningin að opinberri grunnþjónustu er fyrst og fremst ætluð stjórnvöldum, bæði ríki og sveitarfélögum, til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is