Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.11.–1.12.2023

2

Í vinnslu

  • 2.12.2023–7.7.2024

3

Samráði lokið

  • 8.7.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-235/2023

Birt: 17.11.2023

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014 (umfjöllun Persónuverndar)

Niðurstöður

Máli er lokið með samþykktu frumvarpi https://www.althingi.is/altext/154/s/2090.html

Málsefni

Heilbrigðisráðherra áformar að gera breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða tillögu sem fellst í breytingu á 13. gr. laga nr. 44/2014. Umrætt ákvæði fjallar um umfjöllun Persónuverndar á vísindarannsóknum á heilbrigðissviði. Með tillögunni er gert ráð fyrir að siðanefndum verði ekki lengur skylt að senda umsóknir sem þeim berast til Persónuverndar.

Lagt er til í frumvarpinu að horfið verði frá þeirri framkvæmd sem vísindasiðanefnd og siðanefndir heilbrigðisrannsókna hafa viðhaft, þ.e. að senda umsóknir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði til Persónuverndar og bíða eftir afstöðu stofnunarinnar áður en leyfi er gefið út.

Með breytingunni er gert ráð fyrir að hvorki yfirlit yfir umsóknir né umsóknirnar sem slíkar verði sendar Persónuvernd til umfjöllunar nema í undantekningar tilvikum.

Þannig er sérstaklega lagt til í frumvarpinu að vísindasiðanefnd eða siðnefnd heilbrigðisrannsókna verði gert heimilt að óska eftir umsögn Persónuverndar í undantekningartilvikum ef siðanefnd telur að vafi leiki á um hvort rannsókn uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þá er lagt til að tvær nýjar málsgreinar bætist við 30. gr. laganna sem er ætlað að skýra betur eftirlits- og rannsóknarheimildir Persónuverndar og á sama tíma hugsuð sem mótvægi við þær breytingar sem lagðar eru til á 13. gr. laganna.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (8)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

kristin.gudmundsdottir@hrn.is