Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.11.–8.12.2023

2

Í vinnslu

  • 9.12.2023–13.4.2024

3

Samráði lokið

  • 14.4.2024

Mál nr. S-232/2023

Birt: 10.11.2023

Fjöldi umsagna: 20

Annað

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldumál

Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks

Niðurstöður

Ráðuneytinu bárust tuttugu umsagnir, þar af sautján innan þess frests sem veittur var til að veita umsagnir og þrjár að þeim tíma liðnum. Unnið verður með ábendingar við gerð hvítbókar, sjá nánar í meðfylgjandi skýrslu um samráð. Gert er ráð fyrir að hvítbók, drög að setefnu, birtist í samráðsgátt í lok maí 2024.

Málsefni

Markmiðið er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks, greina áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn að framtíðar stefnumótun.

Nánari upplýsingar

Stöðumatið, sem er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda, var unnið í breiðu samráði með ýmsum haghöfum og er sett fram í tíu þemaskiptum köflum. Út frá stöðumatinu eru greind tíu lykilviðfangsefni sem verða lykill í vinnu við stefnumótun og gerð hvítbókar. Lykilviðfangsefnin eru:

Tryggja góða og skilvirka upplýsingaþjónustu til innflytjenda og flóttafólks um réttindi sín og skyldur hér á landi.

Efla kennslu í íslensku sem öðru máli, tryggja aðgengi að fjölbreyttu námi fyrir ólíkan aldur og jafnt aðgengi um allt land.

Mannaflaþörf á íslenskum vinnumarkaði sé skilgreind og fyrirsjáanleg og laði þannig til sín hæft starfsfólk jafnt innan sem utan EES.

Einfalda og efla mat á fyrra námi og starfsreynslu þeirra sem hafa menntun frá erlendum skólum með það að markmiði að fólk fái störf við hæfi og menntun og reynsla þeirra sem hingað flytjast nýtist samfélaginu til heilla.

Stefna að inngildandi samfélagi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að innflytjendur séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins.

Tryggja aðkomu innflytjenda að ákvarðanatöku um sín eigin málefni.

Draga úr fátækt á meðal innflytjenda.

Efla lýðræðisþátttöku, standa vörð um mannréttindi og jafnrétti innflytjenda.

Efla rannsóknir á sviði innflytjendamála og málefna flóttafólks og bæta skráningu og söfnun ganga svo hægt sé, til lengri tíma að, auka gæði þjónustu sem byggir á þekkingargrunni og mælanlegum markmiðum.

Tryggja stuðning við flóttafólk svo það nái hér rótfestu og geti byggt upp líf sitt. Áhersla sé lögð á stuðning við viðkvæmustu hópana.

Mælst til þess að umsagnir berist annað hvort á íslensku eða ensku.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is