Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.10.–14.11.2023

2

Í vinnslu

  • 15.11.2023–23.3.2025

3

Samráði lokið

  • 24.3.2025

Mál nr. S-211/2023

Birt: 31.10.2023

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (EES-reglur, áfastir tappar og lok á einnota plastflöskur)

Niðurstöður

Umsagnir sem bárust snúa aðallega að mikilvægi þess að skilgreina með skýrum hætti hvaða plastvörur munu falla undir ákvæði um áfasta tappa og lok og hvernig eftirliti og eftirfylgni með ákvæðinu skuli háttað, auk þess sem vakin var athygli á villu í opinberri þýðingu á EES-gerðinni sem um ræðir. Við gerð frumvarps til laga (sjá mál nr. S-5/2024) voru þessar ábendingar hafðar til hliðsjónar. Íslensk þýðing EES-gerðarinnar hefur jafnframt verið leiðrétt og birt í samræmi við ábendingu.

Málsefni

Áformað er að lögfesta skilyrði um áfasta tappa og lok á einnota drykkjarílátum úr plasti sem sett eru á markað hér á landi frá og með 3. júlí 2024.

Nánari upplýsingar

Tilefni lagasetningarinnar er innleiðing ákvæðis 1. mgr. 6. gr. tilskipunar (ESB) 2019/904 um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið.

Ákvæði 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar mælir fyrir um að einungis megi setja á markað einnota drykkjarílát úr plasti, og samsettar, einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur sem innihalda plast, með tappa eða lok úr plasti ef tappinn eða lokið er áfast ílátinu á meðan fyrirhuguð notkun þess stendur yfir. Tilgangurinn með ákvæðinu er að koma í veg fyrir að tappar og lok af einnota drykkjarílátum endi á víðavangi og úti í umhverfinu. Samkvæmt tilskipuninni gildir ákvæðið frá 3. júlí 2024 og við innleiðinguna er áformað að fylgja sömu tímasetningu hér á landi.

Tilskipun (ESB) 2019/904 var sett árið 2019 og tekin upp í EES-samninginn árið 2021. Tilskipuninni er ætlað að koma í veg fyrir og draga úr umhverfisáhrifum af tilteknum plastvörum og áhrifum þeirra á heilsu fólks. Ákvæðum tilskipunarinnar er fyrst og fremst beint að þeim plastvörum sem finnast helst á ströndum en mælingar hafa sýnt að rusl á ströndum í Evrópu er að 80-85% plast og þar af eru einnota plastvörur 50%. Tilskipuninni er jafnframt ætlað að styðja við myndun hringrásarhagkerfis og efla úrgangsforvarnir með því að styðja við notkun sjálfbærra og endurnotanlegra vara, fremur en einnota vara. Tilskipunin var að stærstum hluta innleidd hér á landi með lögum nr. 90/2020.

Markmið með lagasetningunni er að draga úr magni plasts sem losnar út í umhverfið og áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is