Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.10.–22.11.2023

2

Í vinnslu

  • 23.11.–7.12.2023

3

Samráði lokið

  • 8.12.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-196/2023

Birt: 12.10.2023

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Slit ógjaldfærra opinberra aðila

Niðurstöður

Umsagnir sem bárust í samráðsferlinu hafa verið yfirfarnar og viðbrögð við athugasemdum er að finna í meðfylgjandi minnisblaði. Ábendingar sem komið hafa fram gefa í einhverjum tilfellum tilefni til frekari skýringa í greinargerð við frumvarpsdrögin. Ekki eru ástæður til breytinga á sjálfum frumvarpsdrögunum eins og þau voru birt í samráðsgátt. Frágangur frumvarpsins stendur yfir.

Málsefni

Drög að frumvarpi til heildarlaga um slit ógjaldfærra opinberra aðila.

Nánari upplýsingar

Ráðgert er að leggja fram frumvarp sem hefur að geyma almennar reglur um hvernig ljúka megi tilvist tiltekinna ógjaldfærra opinberra aðila með slitum sem um margt svipar til gjaldþrotaskipta. Kveikjan að samningu frumvarpsins er sá fjárhagsvandi sem ÍL-sjóður stendur frammi fyrir. Opinberar stofnanir sem njóta ríkisábyrgðar verða ekki teknar til gjaldþrotaskipta samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nema mælt sé á annan veg í lögum og þarf því sérstaka lagaheimild til að koma fram slitum á ÍL-sjóði og uppgjöri skulda hans. Slík lagaheimild er ekki til staðar sem stendur og er helsti tilgangur frumvarpsins að bæta þar úr.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Engin skráður umsjónaraðili.