Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–26.10.2023

2

Í vinnslu

  • 27.10.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-191/2023

Birt: 11.10.2023

Fjöldi umsagna: 6

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að breytingu á reglugerð nr. 580/2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum.

Nánari upplýsingar

Lögð er til breyting á 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda og staðbundinna smásölufyrirtækja. Með reglugerðardrögunum er lagt til að reglugerðin gildi einnig um sölu matvælaframleiðenda sem hafa gilt starfsleyfi frá sínu heilbrigðisumdæmi á forpökkuðum matvælum á matarmörkuðum þar sem skipuleggjendur/ábyrgðaraðilar markaðarins eru með leyfi frá heilbrigðiseftirliti svæðisins fyrir viðburðinum. Í samræmi við þessa breytingu er lagt til að heiti reglugerðarinnar verði jafnframt aðlöguð.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla

mar@mar.is