Til umsagnar
4.–17.10.2023
Í vinnslu
18.10.2023–
Samráði lokið
Mál nr. S-187/2023
Birt: 4.10.2023
Fjöldi umsagna: 9
Drög að frumvarpi til laga
Matvælaráðuneytið
Landbúnaður
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á búvörulögum nr. 99/1993 í því skyni að styrkja stöðu og samtakamátt frumframleiðenda búvöru og ýta undir samvinnu og hagræðingu í vinnslu og markaðssetningu
Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum.
Frumvarpið er í samræmi við áherslur sem birtast í landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023. Í lið 6.2 í stefnunni kemur fram að tryggja skuli með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndunum þar sem starfað er samkvæmt EES- löggjöf. Við samningu frumvarpsins var einkum horft til reglna ESB á þessu sviði. Frumvarpið miðar að því að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa landbúnaðar
mar@mar.is