Til umsagnar
28.9.–20.10.2023
Í vinnslu
21.10.2023–22.7.2024
Samráði lokið
23.7.2024
Mál nr. S-176/2023
Birt: 28.9.2023
Fjöldi umsagna: 4
Annað
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Vinnumarkaður og atvinnuleysi
Þann 28. september 2023 var í samráðsgátt stjórnvalda óskað eftir umsögnum um drög að reglum um starfslokasamninga. Umsagnir bárust frá fjórum aðilum og verða þær hafðar til hliðsjónar við endanlega vinnu við gerð reglnanna.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglum um starfslokasamninga skv. c-lið 39. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Gerðar voru breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með lögum nr. 130/2016 um kjararáð sem tóku gildi 1. júlí 2017. Bætt var við nýrri grein, 39. gr. c, en 2. mgr. er svohljóðandi: Forstöðumaður, í samráði við hlutaðeigandi ráðherra, getur gert samning um starfslok við starfsmenn stofnunar. Ráðherra setur nánari reglur um við hvaða aðstæður forstöðumanni er heimilt að gera samning um starfslok og helstu efnisþætti slíks samnings.
Ráðuneytið hefur unnið drög að reglum um starfslokasamninga sem byggja á eftirfarandi sjónarmiðum:
• Starfslokasamningur er tvíhliða samkomulag milli aðila um starfslok og er slíkur samningur ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga
nr. 37/1993 heldur telst gerð hans hluti af stjórnunarheimildum vinnuveitanda.
• Starfslokasamningi verður ekki jafnað til ráðningarsamnings heldur er með slíkum samningi samið um lok þess ráðningarsamnings sem í gildi
hefur verið milli aðila m.a. með greiðslu/m til starfsmanns vegna starfslokanna.
• Efni starfslokasamnings ræðst af því sem samið er um með þeim einu takmörkunum að samningurinn brjóti ekki í bága við lágmarkskjör
kjarasamninga og laga.
• Stjórnvöld geta ekki samið sig frá ófrávíkjanlegum reglum.
• Ábyrgð og heimild fyrir gerð starfslokasamninga er hjá viðkomandi forstöðumanni/stjórn.
• Með samráði við fagráðuneyti felst eftirlitshlutverk og aðhald. Fari forstöðumaður út fyrir heimildir sínar er það hlutverk fagráðuneytisins að
grípa inn í og benda forstöðumanni á hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér.
• Við gerð starfslokasamninga er nauðsynlegt að gætt sé að jafnræði og samræmi um það hvaða starfsmenn eiga kost á slíkum samningum og
um efni þeirra. Jafnframt að ekki sé gengið gegn lagareglum sem lúta að réttaröryggi starfsmanna.
• Greiðslur samkvæmt starfslokasamningi eru ekki laun heldur umsamin greiðsla vegna starfsloka sem ýmist er greidd sem eingreiðsla eða
dreift yfir ákveðið tímabil. Um greiðslur er að ræða eftir lok ráðningarsamnings á milli aðila og er starfsmaður því ekki að fá greidd laun vegna
starfs síns enda hefur hann látið af starfi og er ekki að inna af hendi vinnu fyrir stofnun gegn greiðslu.
• Greiðslur samkvæmt starfslokasamningi skulu merktar sérstaklega í launakerfi stofnanna.
• Mismunandi skyldur fylgja því að greiða laun, annars vegar, og svo starfslokagreiðslu, hins vegar. Greiðsla launa fylgja t.d. launatengd gjöld og
lífeyrissjóðsgjöld. Við greiðslu umsaminnar fjárhæðar vegna starfslokasamnings er greiddur tekjuskattur.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Kjara- og mannauðssýsla ríkisins
fjr@fjr.is