Til umsagnar
28.8.–11.9.2023
Í vinnslu
12.9.2023–25.8.2024
Samráði lokið
26.8.2024
Mál nr. S-157/2023
Birt: 28.8.2023
Fjöldi umsagna: 10
Áform um lagasetningu
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Framhaldsskólastig
Umsagnir bárust frá 10 aðilum. Umsagnirnar voru almennt jákvæðar gagnvart þeim breytingum sem lýst var í áformaskjali og umsagnaraðilar fögnuðu almennt þeim breytingum sem lagðar voru til, einkum þeim er tengjast innritun nemenda í framhaldskóla, réttindum nemenda og ábyrgð og samningum við framhaldsskóla. Ýmsar ábendingar komu fram sem litið verður til við frekari vinnslu málsins. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla verða kynnt almenningi í samráðsgátt stjórnvalda
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir áform um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
Frá gildistöku laga um framhaldsskóla hafa stjórnvöld unnið að því að efla starfsnám á framhaldsskólastigi og af því tilefni hafa ýmsar umbætur orðið að veruleika. Þann 1. ágúst 2021 gaf þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra út reglugerð um vinnustaðanám, nr. 180/2021. Nú þegar fengist hefur reynsla á framkvæmd reglugerðarinnar er tilefni til að breyta ákvæðum laganna, sem fjalla um vinnustaðanám, einkum til að styrkja og bæta lagagrundvöll reglugerðarinnar ásamt því að efla starfsnám á framhaldsskólastigi.
Að auki er tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla, meðal annars í því skyni að draga fram það hlutverk framhaldsskóla að nemendahópar séu fjölbreyttir.
Þá er ástæða til að aðlaga ákvæði laga um framhaldsskóla betur að þeim veruleika þegar ofbeldismál koma upp í framhaldsskólum. Er því áformað að endurskoða ákvæði laganna er snúa að rétti nemenda, ábyrgð þeirra og skólabrag, með það að markmiði að efla forvarnir og viðbrögð við ofbeldi á meðal nemenda í framhaldsskólum.
Að lokum er áformað að endurskoða ákvæði laganna sem fjalla um samninga við framhaldsskóla þar sem lögð verður áhersla á að skýra stöðu samninga ríkisins við einkaaðila um rekstur framhaldsskóla og námsbrauta á framhaldsskólastigi, einkum með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á ytra umhverfi samninga við einkaaðila um rekstur framhaldsskóla.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu
mrn@mrn.is