Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.7.–24.8.2023

2

Í vinnslu

  • 25.8.–5.12.2023

3

Samráði lokið

  • 6.12.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-145/2023

Birt: 27.7.2023

Fjöldi umsagna: 23

Stöðumat og valkostir

Innviðaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Grænbók um skipulagsmál

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Í grænbók um skipulagsmál er lagður grunnur að umræðu um stöðu skipulagsmála, lykilviðfangsefni, framtíðarsýn og áherslur við gerð stefnu til komandi ára.

Nánari upplýsingar

Innviðaráðherra hyggst á komandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára.

Fyrsta landsskipulagsstefna Íslands var samþykkt á Alþingi árið 2016, með gildistíma til 2026. Í samræmi við ákvæði 10. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 30/2023 um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála er nú unnið að endurskoðun á stefnunni. Grænbók um skipulagsmál sem hér er lögð fram til umsagnar er liður í þeirri vinnu.

Endurskoðunin er unnin með hliðsjón af gildandi landsskipulagsstefnu, áherslum innviðaráðherra og samráði við sveitarfélög, íbúa sveitarfélaga þ.m.t. ungt fólk, ráðuneyti og aðra hagaðila. Þá er horft til stefna sem fyrirliggjandi eru í öðrum áætlunum stjórnvalda sem áhrif hafa á þróun byggðar og landnýtingu.

Grænbók um skipulagsmál er ætlað að veita upplýsingar um núverandi stöðu landsskipulagsstefnu. Leitast er við að svara því hvernig gildandi landsskipulagsstefna hefur reynst og hverjar eru helstu áskoranir til næstu fimmtán ára. Sett er fram tillaga að framtíðarsýn og drög að áherslum.

Grænbókin byggir meðal annars á fyrirliggjandi gögnum hjá Skipulagsstofnun og öðrum opinberum aðilum, vinnu starfshópa og samráði sem farið hefur fram við almenning og aðra hagaðila, rafrænni spurningakönnun meðal sveitarfélaga, opnu samráði við almenning með fundaröðinni „Vörðum leiðina saman“ sem haldin var í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga sem og rafrænni spurningakönnun meðal ungs fólks.

Grænbókin leggur grunn að endurskoðun landsskipulagsstefnu til næstu ára. Í henni er stöðumat ásamt drögum að lykilviðfangsefnum, framtíðarsýn og áherslum við gerð stefnunnar, sem og nálgun við mat á umhverfisáhrifum.

Samhliða grænbók eru drög að greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála í landinu í kynningu sem viðauki. Greinargerðin verður unnin áfram samhliða endurskoðun landsskipulagsstefnu.

Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila á þessum þáttum og eru því öll hvött til að kynna sér efni grænbókarinnar og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina. Á grundvelli hennar verður unnið stefnuskjal eða svokölluð hvítbók og í framhaldinu þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til 15 ára og fimm ára aðgerðaáætlun.

Stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu verði lögð fram á haustþingi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

irn@irn.is