Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.7.–11.8.2023

2

Í vinnslu

  • 12.8.2023–3.7.2024

3

Samráði lokið

  • 4.7.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-134/2023

Birt: 14.7.2023

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Breyting á gjaldskrá sýslumannsembættanna

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust meðan auglýsing um breytingu á gjaldskrá nr. 610/2014, fyrir þjónustu sýslumanna utan hefðbundins vinnutíma og starfsstöðva, var til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Auglýsingin var hvorki staðfest né birt í Stjórnartíðindum og því tóku breytingarnar ekki gildi.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að auglýsingu um breytingu á gjaldskrá fyrir þjónustu sýslumanna utan hefðbundins vinnutíma og starfsstöðva, nr. 610/2014.

Nánari upplýsingar

Lagðar eru til þrjár breytingar á gjaldskránni. Í fyrsta lagi hækkun tímagjalds fyrir þjónustu eða vinnuframlag utan hefðbundins vinnutíma og/eða starfstöðvar, úr 10.000 í 13.900 kr., þar sem núverandi fjárhæð nemur ekki lengur útlögðum launakostnaði sýslumannsembættanna vegna viðbótarþjónustu utan hefðbundins vinnutíma og/eða starfsstöðvar. Í öðru lagi að afmörkun á hefðbundnum opnunartíma embættanna verði breytt, úr kl. 08:00 – 16:00 í 08:00 – 15:00, til samræmis við þær breytingar sem fylgdu styttingu vinnuvikunnar. Í þriðja lagi að heiti gjaldskrárinnar verði breytt svo það endurspegli betur efnisákvæði gjaldskrárinnar.

Gjaldskráin er sett með heimild í 8. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is