Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.6.–18.8.2023

2

Í vinnslu

  • 19.8.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-123/2023

Birt: 29.6.2023

Fjöldi umsagna: 7

Annað

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Tillaga um formgerð samstarfs stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis

Málsefni

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið leggur fram tillögu um samstarf stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis með það að markmiði að hvetja til umræðu framtíðarfyrirkomulag slíks vettvangs.

Nánari upplýsingar

Eitt af lykilviðfangsefnum netöryggisstefnu Íslands 2022-2037 og leiðarljós ýmissa verkefna háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins er að auka samstarf á sviði netöryggis. Ein af áherslum stjórnvalda er að þróa vettvang um víðtækt samstarf stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis, þ. á m. er varðar upplýsingamiðlun, þannig að stjórnvöld og atvinnulíf vinni saman, miðli upplýsingum sín á milli, leiðbeini um net- og upplýsingaöryggismál og vinni markvisst að bættu netöryggi.

Tillaga um formgerð samstarfs stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis er umræðuskjal sem ætlað er að hvetja til umræðu um formgerð samstarfsins og möguleg áhrif þess á íslenskt samfélag. Niðurstöður samráðsins verða nýttar til frekari mótunar á samstarfsvettvangi.

Undanfari tillögunnar var m.a. vinnustofa sem ráðuneytið stóð að og haldin var 13. apríl 2023. Mörgum af helstu hagaðilum netöryggismála var boðið á vinnustofuna þar sem markmiðið var að fá fram sjónarmið um fyrirkomulag og hlutverk samráðsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis. Tillaga um formgerð samstarfs stjórnvalda og atvinnulífs byggir á þeim fjölmörgu sjónarmiðum sem fram komu á vinnustofunni.

Samhliða samráði um tillögu um formgerð samstarfs stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis hafa verið lögð fram drög að reglugerð um netöryggisráð. Tillagan og reglugerðadrögin eru hluti af endurskoðun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins á stjórnskipulagi netöryggismála.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðasamskipta

hvin@hvin.is