Til umsagnar
29.6.–4.9.2023
Í vinnslu
5.2023–3.9.2024
Samráði lokið
4.9.2024
Mál nr. S-120/2023
Birt: 29.6.2023
Fjöldi umsagna: 0
Áform um lagasetningu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Engar umsagnir bárust. Drög að frumvarpi voru birt til umsagnar í máli S-146/2024.
Áformuð er lagasetning um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar, til innleiðingar á DORA-reglugerð ESB 2022/2554 hér á landi, ásamt tilheyrandi breytingatilskipun.
Birt eru til umsagnar áform um lagasetningu til innleiðingar á reglugerð (ESB) 2022/2554 um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar (DORA eða DORA-reglugerðin) og tilheyrandi breytingatilskipun (ESB) 2022/2556. Fyrirhugað er frumvarp til nýrra heildarlaga og um breytingar á gildandi lögum.
DORA-gerðirnar tilheyra stafrænum fjármálapakka ESB sem ætlað er að stuðla að því að umgjörð fjármálamarkaða mæti þörfum og kröfum nútímans, sem meðal annars varða net- og upplýsingaöryggi. Unnið er að undirbúningi upptöku gerðanna í EES-samninginn og stefnt að því að nýtt regluverk öðlist gildi í EFTA ríkjunum innan EES á svipuðum tíma og í aðildarríkjum ESB.
Með DORA eru kröfur til viðbúnaðar og umgjarðar áhættustýringar ólíkra aðila á fjármálamarkaði samræmdar, að teknu tilliti til stærðar og áhættusniðs starfsemi. Nýmæli varða meðal annars vöktun áhættu vegna útvistunar og kröfur til aðkeyptrar tækniþjónustu, svo og tilkynningaskyldu um alvarleg atvik gagnvart lögbæru stjórnvaldi (hér á landi Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands). Aðilum á fjármálamarkaði verður eftir atvikum skylt að framkvæma einfaldar eða ógnamiðaðar netöryggisprófanir, sem stuðla eiga að bættu áfallaþoli. Þá rennir DORA frekari stoðum undir heimildir til miðlunar upplýsinga um ógnir og áhættu sem steðjað getur að starfsemi á fjármálamarkaði, enda sé samstarf um slíkt formgert og nánar tilgreind skilyrði uppfyllt. Með DORA er sameiginlegri umgjörð yfirsýnar evrópska fjármálaeftirlitskerfisins komið á gagnvart allra stærstu tækniþjónustuveitendum á sameiginlegum innri markaði fjármálaþjónustu (e. Union Oversight Framework).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa fjármálamarkaðar
fjr@fjr.is