Til umsagnar
22.6.–21.7.2023
Í vinnslu
22.7.2023–
Samráði lokið
Mál nr. S-118/2023
Birt: 22.6.2023
Fjöldi umsagna: 2
Áform um lagasetningu
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Örorka og málefni fatlaðs fólks
Lagt er til að bæta við lög nr. 38/2018 reglugerðarheimildum svo ráðherra sé heimilt að kveða með nánari hætti á um ýmis atriði laganna.
Vinna innan félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins hefur leitt í ljós að gera þarf breytingar á lögum nr. 38/2018. Það er mat ráðuneytisins að æskilegt sé að kveða í reglugerð nánar á um tiltekin atriði sem fjallað er um í III. kafla laga nr. 38/2018, þ.e. þeim kafla sem fjallar um þjónustu. Meðal þeirra atriða er hvernig fari með fæði starfsfólks sem matast með notanda og kostnað vegna þessa. Einnig um aðstoðarmannakort fyrir fatlað fólk sem veiti aðstoðarmanni viðkomandi ókeypis aðgang hjá hinu opinbera, svo sem á söfn, í sund o.s.frv. Er hér m.a. tekið mið af tillögum úr skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018, frá 2022. Um sum þessara atriða var fjallað í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, nr. 1054/2010, en sú reglugerð var sett á grundvelli eldri laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992.
Einnig kemur til álita að útfæra þau atriði sem fjallað er um í V. kafla laganna um atvinnumál. Á grundvelli eldri laga var sett reglugerð um atvinnumál fatlaðra, nr. 376/1996. Ljóst er að uppfæra þarf reglugerðina þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi lög og framkvæmd, en auk þess hafa flest ákvæða hennar hafa nú verið lögfest í V. kafla laga nr. 38/2018.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa félags- og lífeyrismála
frn@frn.is