Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.6.–20.7.2023

2

Í vinnslu

  • 21.7.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-113/2023

Birt: 19.6.2023

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldumál

Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Málsefni

Þær breytingar sem áform standa til að gera lúta að því að bæta úrræðið um greiðsluaðlögun einstaklinga í ljósi reynslunnar og gera það skýrara og skilvirkara til hagsbóta fyrir umsækjendur.

Nánari upplýsingar

Lög um greiðsluaðlögun einstaklinga tóku gildi árið 2010, þar sem knýjandi þörf var fyrir úrræði til að takast á við vandann í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Yfir 8600 umsóknir um greiðsluaðlögun hafa borist frá upphafi og er því mikil reynsla komin á framkvæmd laganna. Úrræðið hefur margsannað mikilvægi sitt en löggjöfin þarf að þróast í takt við breytt umhverfi og þarfir umsækjenda.

Meðal þeirra breytinga sem áformað er að leggja til er breyting á meðferð ákveðinna krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar þannig að heimilt verði að semja um gjaldfrest á þeim, eða að þær verði hluti af greiðsluáætlun samnings um greiðsluaðlögun, að kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falli innan greiðsluaðlögunar og að skýrar reglur verði settar um ábyrgð umsjónarmanna. Jafnframt verði lögð til sú breyting að eingöngu kröfuhafar sem lýst hafi kröfum fái afhent frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun, en komist á samningur þá fái aðrir kröfuhafar senda samantekt um niðurstöðu samnings. Ennfremur að lagðar verið til breytingar á framkvæmd afmáningar veðréttinda af yfirveðsettum fasteignum, þannig að hlutverk sýslumanna færist til umboðsmanns skuldara hvað það varðar og ný ákvæði verði sett um gjaldfresti/lægri afborganir veðlána, breytingu og ógildingu samnings.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

ingibjorg.eliasdottir@frn.is