Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.6.–10.7.2023

2

Í vinnslu

  • 11.7.–28.11.2023

3

Samráði lokið

  • 29.11.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-107/2023

Birt: 6.6.2023

Fjöldi umsagna: 36

Annað

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026

Niðurstöður

Sjá má niðurstöður samráðs í meðfylgjandi skjali. Fylgjast má með frekari framvindu málsins á vef Alþingis.

Málsefni

Áætlunin inniheldur 18 aðgerðir sem mótaðar eru í samstarfi fimm ráðuneyta en markmið þeirra er forgangsraða verkefnum stjórnvalda þegar kemur að að verndun og þróun tungumálsins.

Nánari upplýsingar

Í stjórnarsáttmála er lögð áhersla á að styðja við íslenska tungu. Þar er lögð sérstök áhersla á að börn og ungmenni nýti tungumálið og á stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. Íslenskan sé dýrmæt auðlind sem á að vera skapandi og frjór hluti af umhverfinu. Tekið er sérstaklega fram að huga þurfi að íslenskukennslu barna og ungmenna, fullorðinna innflytjenda og íslenskunema til að mæta breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þá á áfram að vinna að því að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi með áherslu á máltækni.

Ráðherranefnd um íslenska tungu var sett á laggirnar í nóvember 2022, að tillögu forsætisráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast. Auk forsætisráðherra eiga menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fast sæti í nefndinni. Samhliða fundum nefndarinnar hefur verið unnið að mótun aðgerða sem tengjast málefnum íslenskrar tungu, með hliðsjón af endurskoðun íslenskrar málstefnu sem fram fór á vettvangi íslenskrar málnefndar 2020-2021 og framvindu aðgerða í þingsályktun nr. 36/149, um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, sem samþykkt var í júní 2019.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

mvf@mvf.is