Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.–31.5.2023

2

Í vinnslu

  • 1.6.–7.11.2023

3

Samráði lokið

  • 8.11.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-100/2023

Birt: 17.5.2023

Fjöldi umsagna: 6

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli

Niðurstöður

Gerðar voru breytingar á drögunum með það að markmiði að öllum væri ljóst hvert hlutverk starfshópsins skyldi vera. Jafnframt var stuðlað að aukinni minnihlutavernd og samráði um tillögur að skipulagsreglum flugvalla.

Málsefni

Helstu efnisatriði reglugerðardraganna lúta að málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.

Nánari upplýsingar

Í 147. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022, sem Alþingi samþykkti á síðasta ári, er kveðið á um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli og tekið fram að nánar skuli fjallað um hana í reglugerð.

Drög þau sem nú eru birt til umsagnar eru að umræddri reglugerð og lúta helstu efnisatriði að starfi starfshóps sem ráðherra skipar og skal skila honum tillögum að reglunum. Í því sambandi er t.d. fjallað um skipan starfshópsins, lausn ágreinings innan hans og hvernig skuli haga opnu samráði um skipulagsreglur fyrir flugvöll.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is